
Birkir og Raj keppa um 1.sætið
Keppt verður til úrslita í meistaraflokki karla og kvenna á 1. Stórmóti Tennissamband Íslands kl 16:30 í Tennishöllinni Kópavogi.
Í úrslitaleik kvenna mætast Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir úr Fjölnir og Karítas Gunnarsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs.
Í úrslitaleik karla mætast Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Víkingi. Um þriðja sætið í karlaflokki keppa Jónas Páll Björnsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Víkingi.