Eirdís og Raj sigruðu annað mótið í röð

2010_01_25_1_Stormot_TSI_MFL

F.V. Rafn Kumar, Birkir, Raj, Eirdís og Karítas

Fyrsta stórmóti Tennissambandi Íslands lauk í gær. Nýkrýndir bikarmeistarar Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir úr Fjölni og Raj K. Bonifacius úr Víkingi sigruðu í karla- og kvennaflokki. Eirdís sigraði Karítas Gunnarsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs 6-2 og 6-1. Raj sigraði Birki Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-3 og 6-1. Í þriðja sæti lenti Rafn Kumar Bonifacius úr Víkingi með því að sigra Jónas Pál Björnsson úr Tennisfélagi Kópavogs í hörkuleik 4-6, 6-2, 10-5.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Hinrik Helgason og Rafn Kumar Bonifacius feðgana Hjört Scheving og Óskar Örn Scheving 6-2 í úrslitum. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Anna Soffía Grönhölm og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir þær Drífu Sóley Heimisdóttir og Hebu Sólveig Heimisdóttir 6-5 í úrslitaleiknum.

Önnur úrslit má sjá hér fyrir neðan:

ITN Styrkleikaflokkur – einliða

ITN Styrkleikaflokkur – tvíliða

Verðlaunahafa má sjá hér

Myndir af verðlaunahöfum má sjá hér