4.Stórmót TSÍ 24.-26.október

4.Stórmót TSÍ verður haldið 24.-26.október næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í tveimur flokkum, Mini tennis fyrir 10 ára og yngri (fædd 1999 eða seinna) og ITN Styrkleikaflokki fyrir alla aðra. Markmið með ITN styrkleikakerfinu er að allir byrja að keppa við jafnsterka andstæðinga og svo verður mótið erfiðara með hverrri umferð. Allir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótsjórans og svo verður ITN styrkleikalistinn uppfærður eftir mótið.

Síðasti skráningardagur (og afskráninga) er 20. október kl 18:00.

Mótskráin  verður tilbúin 22.október og hægt verður að nálgast hana á þessari síðu. Einnig er hægt að hringja í mótstjórann Raj K. Bonifacius í síma 820-0825.

Þátttökgjald:
Einliðaleikur- 1.000 kr./míni tennis; 2.000 kr./fædd f. 1990;  2.500 kr./aðrir
Tvíliðaleikur – 1.000 kr./fædd f. 1990; 2.000 kr./aðrir

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:

  • 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
  • 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
  • 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
  • 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og skokka/teygja.