Tennissamband Íslands hefur látið útbúa fyrir sig nýja heimasíðu sem var formlega opnuð í dag. Slóð síðunnar hefur einnig breyst og er tennissamband.is í stað tennissambandislands.com. Ákveðið var að breyta nafni síðunnar þar sem gamla nafnið þótti heldur langt.
Á nýju síðunni verður hægt að fylgjast með því sem er að gerast í tennisheiminum á Íslandi hverju sinni og fréttir verða birtar þar reglulega. Einnig er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um tennis á Íslandi, m.a. um mótahald, reglur og aðildarfélög.
Við biðjum lesendur síðunnar að sýna biðlund þar sem ekki eru komnar inn upplýsingar í öllum undirsíðum en unnið verður að því að setja efni þar inn eins fljótt og auðið er.
Vefstjóri heimasíðunnar er Rakel Pétursdóttir. Hægt er að senda fréttatilkynningar til hennar með tölvupósti á frettir@tennissamband.is. Allar ábendingar eða tillögur varðandi síðuna eru líka vel þegnar og óskast sendar á sama netfang.