Author: admin
Þátttaka á námskeiði í Ólympíu
Ert þú á aldrinum 20-30 ára með brennandi áhuga á íþróttum og hefur áhuga á að taka þátt í Ólympíuævintýri í sumar? Leitað er að tveimur einstaklingum sem náð hafa góðum árangri í íþróttum og/eða sinnt kennslu, þjálfun eða félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar ásamt því að
Frábær fyrirlestur frá Dr. Dario Novak að baki!
Við vorum svo heppin að fá Dr. Dario Novak í heimsókn til okkar í gær þar sem hann hélt virkilega skemmtilegan fyrirlestur um hreyfingar á tennisvellinum. Hann lagði áherslu á skemmtilegar upphitanir fyrir æfingar og blandaði við þær ýmsum hugarleikjum. Í dag starfar Dr. Dario
Dagskrá Tennisþings þann 16. mars 2024
Dagskrá tennisþingsins verður með hefðbundnu sniði. Engar tillögur hafa borist um laga- eða reglubreytingar. Störf tennisþings eru: Þingsetning. Kosið fast starfsfólk þingsins. Kosnar fastar nefndir: Kjörbréfanefnd. Fjárhagsnefnd. Laga- og leikreglnanefnd. Allsherjarnefnd. Kjörnefnd. Nefndir þessar eru skipaðar þremur einstaklingum hver. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína og
Tennisspilari mánaðarins: Ragna Sigurðardóttir, feb24′
Tennisspilari mánaðarins í febrúar er hún Ragna Sigurðardóttir. Ragna er 31 árs og starfar sem læknir á Landsspítalanum og er varaþingmaður og fyrrum borgarfulltrúi. Ragna segir frá því að tennis sé hennar helsta áhugamál utan vinnu og félagsstarfa en hún byrjaði að æfa tennis þegar
Rafn Kumar og Garima sigruðu Stórmót TFK!
Stórmót Tennisfélags Kópavogs var haldið nú á dögunum en þar tóku þátt rúmlega 80 spilarar á öllum aldri. Stórmótið er hluti af mótaröð TSÍ og er þetta fyrsta mót ársins. Það var sérstaklega spennandi keppni í ITN, opna flokknum, en í dag mættust þeir Egill
Mótskrá – stórmót TFK
Stórmót TFK hefst í dag – hér fyrir neðan má sjá mótskránna! Mótskrá – stórmót TFK Allir velkomnir að koma að fylgjast með leikjunum!
Bryndís Rósa fer til University of Cumberlands á tennisstyrk!
Bryndís Rósa hefur nú skrifað undir samning við University of Cumberlands í Kentucky og mun hefja nám þar í haust 2024 á tennisstyrk. Við óskum henni innilega til hamingju með þennan árangur en Bryndís hefur verið virkilega dugleg að iðka tennis á síðustu árum. Bryndís
Kópavogur Open – skráning
Evrópumótið Kópavogur Open verður haldið í Tennishöllinni frá 23.-31. mars. Mótið er fyrir U16 og hvetjum við alla unga spilara að nýta tækifærið til að keppa við sterka spilara hvaðanaf úr Evrópu. Skráningin í mótið tekur örlítið lengri tíma en í hefðbundin íslensk mót og
Dr. Dario Novak – fyrirlestur 2. mars
Dr. Dario Novak mun halda fyrirlestur um aðferðir til að bæta tennishreyfingar á vellinum þann 2. mars kl 15.30 – allir velkomnir!
Stórmót TFK – TSÍ 100 – skráningu lýkur 18. febrúar
Skráning á Stórmót TFK
Árshátíð TSÍ 2024
Nú er loksins komið að því! Árshátíð TSÍ mun fara fram þann 16. mars kl. 19.00 á Fjallkonunni. Allir velkomnir! Skráningu hefur verið lokað! Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Tennisspilari mánaðarins: Elvar Eiríksson, jan24′
Tennisspilari mánaðarins í Janúar er Elvar Guðberg Eiríksson. Elvar er 26 ára gamall og byrjaði að spila tennis fyrir tæpu ári síðan. Aðspurður um hvað kom til með að hann byrjaði að spila tennis nefndi Elvar ,,Mig langar að gefa samstarfsfélaga mínum, Jonathan Wilkins þann