Riðlakeppninni lauk í gær í karla- og kvennaflokki í meistaramóti TSÍ. Í kvennaflokki má sjá úrslit í riðli A hér og riðli B hér. Í karlaflokki má sjá úrslit í riðli A hér og riðli B hér. Hinrik Helgason og Sverrir Bartolozzi hafa báðir orðið fyrir meiðslum og þurftu því að hætta keppni.
Keppt verður um fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Sá sem er efstur í riðli A keppir á móti næstefsta leikmanni úr riðli B og efsti leikmaður í riðli B keppir á móti næstefsta leikmanni úr riðli A. Hægt er að sjá niðurröðun leikja í kvennaflokki hér og karlaflokki hér.
Á laugardagskvöldið 10. janúar kl 18:30 verður leikið um 3ja sætið og úrslitaleikirnir strax eftir. Kl 18:30 hefst tennishóf með léttum veitingum og verðlaunaafhending strax að loknum leikjum.
Veislan er fyrir alla sem áhuga hafa á tennis á Íslandi.
Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta enda er þetta öflugt mót og mikið gaman!
Sjá atburðinn á facebook hér.