Skráning – Íslandsmót utanhúss 11.-17.ágúst

Íslandsmót utanhúss verður haldið 11.-17.ágúst næstkomandi. Meistaraflokkar spila á TFK völlum í Kópavogi, barna-, unglinga- og öðlingaflokkar spila á Þróttaravöllum í Laugardalnum. Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Einliðaleikir:

  • Mini tennis (fædd eftir 2002)
  • Strákar/Stelpur 10 ára
  • Strákar/Stelpur 12 ára
  • Strákar/Stelpur 14 ára
  • Strákar/Stelpur 16 ára
  • Strákar/Stelpur 18 ára
  • Karlar / Konur Meistaraflokkur
  • Karlar / Konur +30 ára
  • Karlar / Konur +40 ára
  • Karlar / Konur +50 ára

Tvíliðaleikir:

  • Strákar/Stelpur 14 ára
  • Strákar/Stelpur 18 ára
  • Karlar / Konur Meistaraflokkur
  • Karlar / Konur +30 ára
  • Karlar / Konur +40 ára
  • Karlar / Konur +50 ára

Tvenndarleikur

  • Meistaraflokkur
  • Tvenndarleikur +30 ára
  • Tvenndarleikur +40 ára
  • Tvenndarleikur +50 ára

Vinsamlegast athugið að einungis er hægt að keppa að hámarki í þremu einliðaleiksflokkum og tveimur tvíliða- og/eða tvenndarleiksflokkum. Leikmenn sem eru skráðir í fleiri en einn einliðaleiks-/tvíliðaleiksflokk gætu þurfti að keppa fleiri en tvo leiki á dag.

Keppt verður í mini tennis sunnudaginn 17.ágúst frá kl 9:30-11 á Þróttaravöllum.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 7.ágúst.

Þátttökugjald:
Einliðaleikur 1.500 kr. (Míni Tennis); 2.000 kr. barna / unglinga; 3.000 kr. meistara / öðlinga
Tvíliðaleikur 1.500 kr./mann barna / unglinga; 2.000 kr. meistara / öðlinga

Lokahóf – Grillpartý og verðlaunafhending í framhaldi af síðasta leik mótsins.

Mótstjórar:
Meistaraflokkar – Grímur Steinn Emilsson, netfang:grimur@tennishollin.is, s. 564-4030
Öðlingaflokkar – Steinunn Garðarsdóttir netfang:tennismot@gmail.com s:861-1828
Barna- og unglingaflokkar – Raj K. Bonifacius netfang: raj@tennis.is, s: 820-0825

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur.