Ísland í riðli með Noregi og Möltu á Davis Cup

Davis Cup hófst í dag í San Marinó. Þrettán þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Albanía, Armenía, Azerbaijan, Georgía, Grikkland, Liechtenstein, Makedónía, Malta, Svartfjallaland, Tyrkland, Noregur og San Marínó.

Keppt er í fjórum riðlum. Þremur þriggja liða riðlum og einum fjögurra liða riðli. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild.

Dregið var í riðla í gær og lenti Ísland í riðli með Noregi og Möltu. Noregur og Malta mætast í dag og er Ísland í fríi í dag en keppa svo þrjá næstu daga gegn Noregi, Möltu og svo einu liði frá öðrum riðli á laugardaginn. Enginn tennisspilari í þessum riðli er með ATP punkta og því meiri möguleikar fyrir strákana okkar.