Mótskrá – Íslandsmót utanhúss barna- og unglingaflokkar

Íslandsmótið utanhúss í barna- og öðlingaflokkum hefst núna á þriðjudaginn, 16.ágúst og er keppt í einliða- og tvíliðaleik. Keppt er á völlum Tennisdeildar Víkings, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík.

Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér fyrir neðan:

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:

  • 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
  • 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
  • 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
  • 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Grillpartý og verðlaunaafhending verður sunnudaginn 21.ágúst.

Þátttökugjald:
Barnaflokkar: Einliðaleikur 1.000 kr. (mini tennis); 2.000 kr. aðrir (1.000 kr. hver aukagrein); Tvíliðaleikur1.000 kr./mann
Mótsgjald skal greiða mótstjóra fyrir fyrsta leik.

Mótstjóri er  Raj K. Bonifacius, s.820-0825, netfang raj@tennis.is