Iris Staub og Sandra Dís Kristjánsdóttir komust í dag áfram í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna á Smáþjóðaleikunum. Þær sigruðu tvíliðaleikspar frá Andorru nokkuð örugglega 6-1 og 6-2. Þar með eru þær öruggar með bronsverðlaun þar sem ekki er keppt um þriðja sætið. Í undanúrslitum sem fara fram á morgun mæta þær sterku pari frá Möltu.
Arnar Sigurðsson og Birkir Gunnarsson töpuðu á móti tvíliðaleikspari frá Liechtenstein 6-2 6-4. Þar með eru þeir úr leik í tvíliðaleik karla en þeir náðu í bronsverðlaun í þeim flokki á síðustu Smáþjóðaleikum.