Tvær umferðir hafa farið fram í riðlakeppni meistaramótsins í tennis.
Í gær var spiluð fyrsta umferð í riðlakeppni meistaramótsins í tennis.
Úrslit urðu þessi:
Andri vann Rafn Kumar 6-0 og 6-1
Birkir vann Ástmund 6-2 og 6-0
Arnar vann Davíð 6-0 og 6-0
Jón Axel vann Vladimir 6-1 og 6-0
Staðan í riðlunum:
A Riðill:
Andri – 2
Jón Axel – 2
Rafn Kumar – 0
Vladimir – 0
B Riðill:
Arnar – 2
Birkir – 2
Davíð – 0
Ástmundur – 0
Í dag var spiluð önnur umferð í riðlakeppni meistaramótsins í tennis.
Úrslit urðu þessi:
Jón Axel vann Rafn Kumar 6-4, 5-7 og 6-1
Birkir vann Davíð 6-2 og 6-0
Arnar vann Ástmund 6-0 og 6-0
Andri vann Vladimir 6-2 og 6-0
Leikur Jóns Axels og Rafns Kumar var sérstaklega spennandi og gaman að horfa á frábæran tennis.
Staðan í riðlunum:
A Riðill:
Andri Jónsson BH – 4
Jón Axel Jónsson TFK – 4
Rafn Kumar Bonifacius Víkingur – 1
Vladimir Ristic TFK – 0
B Riðill:
Arnar Sigurðsson TFK – 4
Birkir Gunnarsson TFK – 4
Davíð Halldórsson TFK – 0
Ástmundur Kolbeinsson Víkingur – 0
Á morgun miðvikudag verður leikin þriðja og síðasta umferð í riðlakeppninni:
Kl. 14:30
Andri – Jón Axel
Arnar – Birkir
Kl. 16:30
Rafn Kumar – Vladimir
Davíð – Ástmundur
Þá ræðst hverjir vinna riðlakeppnina og hvaða fjórir keppendur tryggja sér komast í undanúrslit.