Stjórn TSÍ ákvað í haust að breyta tilhögun á þjálfun landsliða og auglýsti báðar stöðurnar. Í kjölfar var gengið frá ráðningu á Raj Bonifacius sem þjálfara beggja liða, karlaliðsins til tveggja ára og kvennaliðsins til eins árs. Breytingarnar taka gildi nú um áramót.
