TSÍ auglýsir eftir þjálfurum landsliða karla og kvenna frá og með 1. janúar 2026

TSÍ hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi á starfi landsliðsþjálfara frá og með næstu áramótum og auglýsir því eftir umsóknum um stöður þjálfara landsliða bæði karla og kvenna. Ný starfslýsing þjálfara beggja liða er þannig:

Jan – apríl: Skipulag æfinga, markmiðasetning og samskipti við leikmenn. Öll samskipti vegna mótahalds Davis Cup og Billy Jean King. Þjálfari mætir á eina æfingu á mánuði á tímabilinu en felur fyrirliða að annast aðrar æfingar.

Maí – ágúst: Þjálfari mætir áfram mánaðarlega en einum mánuði fyrir mót mætir þjálfari á allar æfingar.  Þjálfari fylgir liðinu á mót (DC og BJK), annast allt skipulag og skilar öllum skýrslum til bæði ITF og TSÍ.

Sept – des: Skipulag æfinga, markmiðasetning og samskipti við leikmenn.  Þjálfari mætir á eina æfingu á mánuði á tímabilinu.

Árslaun þjálfara eru kr. 500.000 og að auki eru greiddir dagpeningar fyrir keppnisferðir.  Sá þjálfari sem annast Smáþjóðaleika hverju sinni fær greiddar aukalega kr. 100 þúsund + dagpeninga.

Umsóknum skal skilað á landslidsnefnd@tsi.is  fyrir 1. desember 2025.