Raj K. Bonifacius heiðraður með Gullmerki TSÍ

Raj K. Bonifacius var heiðraður á Tennisþingi 2025 með Gullmerki TSÍ fyrir frábært framlag hans til íþróttarinnar síðustu áratugi. Raj hefur þjálfað íslenska tennisspilara yfir 30 ár – frá árinu 1993. Hann er með hæstu þjálfaragráðu hjá bæði Alþjóða tennissamband (ITF Level 3, 2014) & Professional Tennis Registry (Professional, 1996) sem eru stærstu tennisþjálfarasamtök í heimi með yfir tólf þúsund þjálfara í 130 löndum. Sem þjálfari hefur hann þjálfað karla- og kvenna landslið Íslands í Davis Cup (HM karla), Fed Cup (HM kvenna) og ferðast víða til að þjálfa unglingalandslið á öllum helstu alþjóða- og evrópumótum. Fjórtán nemendur hans hafa farið til Bandaríkjanna á háskólastyrk og þrjú þeirra komist inná heimslista atvinnumanna. Hann hefur sótt fjölmargar ráðstefnur og námskeið á vegum International Tennis Federation og Tennis Europe í tengsl við Mini Tennis (Paris, 1999), U10 ára þróun (Rotterdam, 2009), nútíma afreksþjálfun (Helsinki, 2012), frá unglingi til atvinnumanns (Antwerp, 2016), kvenna / unglingsstelpur þjálfun (Nice, 2018) og svo í fyrra, “Player Centered Coaching” (Bogota, 2023). Sem leikmaður hefur hann keppt 65 landsleiki fyrir hönd Íslands og er margfaldur Íslandsmeistari í meistaraflokki, bæði í einliða & tvíliðaleik. Raj er að auki með alþjóðaréttindi sem yfirdómari á vegum Alþjóða tennissambandsins (ITF White Badge).

TSÍ óskar Raj til hamingju og þakkar á sama tíma fyrir allt hans framlag.