15.-18. október 2020 – Tennishöllin í Kópavogi
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- “Mini Tennis” – Laugardaginn, 17. október kl. 12:30
- Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur
- Meistaraflokkur karla og kvenna. Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
- Öðlingaflokkar 30, 40, 50 og 60 ára og eldri. Einliða- og tvíliðaleikur
Athugið að flokkar verða sameinaðir ef þurfa þykir.
Vinsamlegast athugið að hámarks þáttaka eru (2) einliðaleiksflokkar og (2) tvíliða-tvenndarflokkar
Skráningu (og afskráning) lýkur sunnudaginn, 11. október kl. 17:00
Mótskrá verður svo birt á www.tennissamband.is 13. október
Þátttökugjald:
Barnaflokkar: Einliðaleikur 3.000 kr.; Tvíliðaleikur 1.500 kr./mann
Aðrir flokkar: Einliðaleikur 4.000 kr.; Tvíliða/Tvenndarleikur 2.500 kr./mann
Verðlaun eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti og þátttökuverðlaun fyrir alla í Mini Tennis og U10.
____
Lokahóf og pizzapartý verður á sunnudaginn, 18. okt., kl.16:30 í framhaldi af úrslitaleiknum
____
Mótstjóri: Raj K. Bonifacius, s. 820-0825 / raj@tennis.is
Stundvísi reglur
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.