Anna Soffía (TFK) sigraði Sofíu Sóley Jónasdóttur (TFK) í úrslitaleik meistaraflokks kvenna á Jóla-bikarmóti TSÍ í gær. Leikurinn var rúmlega tveggja og hálfs tíma langur og afar spennandi. Lokasettið var sérstaklega jafnt og áttu báðir leikmenn raunhæfa möguleika á sigri, en að lokum hafði Anna Soffía betur eftir oddalotu, 7–6, og tryggði sér titilinn.
Í karlaflokki sigraði Rafn Kumar Bonifacius (HMR) á móti Egil Sigurðsson (Víkingi) í úrslitaleik meistaraflokks karla. Egill náði góðri byrjun og leiddi 3–1 í fyrsta setti, en Rafn Kumar náði að snúa leiknum sér í hag, vann settið 6–3 og hélt svo áfram af miklum krafti. Hann sigraði annað settið örugglega, 6–2, og tryggði sér þar með Jóla-bikarmeistaratitilinn.
Með þessum sigrum enduðu bæði Anna Soffía og Rafn Kumar efst á stigalisti TSÍ fyrir árið 2025 (https://tsi.is/motahald/stigalisti-tsi/) og voru þau líka útnefnd Tennisspilarar ársins á vegum TSÍ.
Samtals tóku 157 keppendur þátt í 23 mismunandi keppnisflokkum. Fjölmennasti flokkurinn í ár var Mini Tennis, en þar mættu 35 börn á aldrinum 5–8 ára.
Við viljum þakka Alfonso, Ástu, Bryndísi, Hildi Söru, Jonathan Joy, Maríu, Ívu, Óliveri og Viktori kærlega fyrir frábæra dómgæslu á mótinu, sem og öllum foreldrum og aðstandendum sem mættu til að hjálpa og styðja sitt fólk.























