TSI Haust Stórmót 100 lauk í gær á tennisvöllum Víkings í Fossvogi, Reykjavík
Sofía Sóley Jónasdóttir (TFK) stóð uppi sem sigurvegari á TSÍ Haust Stórmótið, með Hildi Sóley Freysdóttur (Víking) í öðru sæti og Angelu He (HMR) í þriðja sæti í einliðaleik kvenna.
Í karlaflokki hafði Raj K. Bonifacius (Víking) betur gegn Daniel Pozo (Fjölnir) 6-3, 6-0 í úrslitum einliðaleiks karla og Ómar Páll Jónasson (TFK) sigraði Sindri Snær Svanbergsson (TFK) , 6-1, 6-1 fyrir þriðja sætið í opnum einliðaleik.
Í barnaflokki sigraði Paula Marie Moreno Monsalve (Fjölnir) einliðaleik U12, með Angelu He (HMR) í öðru sæti og Sigurði Þór Stefánssyni (TFK) í þriðja sæti. Sigurður Þór tryggði sér einnig sigur í einliðaleik U10 með sigri á Pol Jóhannesi í Horni (HMR) í úrslitunum.
Í skemmtimót tvenndarleik voru parið Snædís Ómarsdóttir (TFK) og Sindri Snær með flest stig. Í öðru sæti urðu Heba Hauksdóttir (Víking) og Jonathan R. Wilkins (HMR), og í bronsi voru Guðrún Lára Alfreðsdóttir (TFK) og Adrien Eiríkur Skúlason (Fjölnir).
Frekari úrslit má finna á heimasíðu Tennissambands Íslands – https://ice.