Útbreiðslu- og kynningarstyrkir 2024

Í fjárhagsáætlun TSÍ er gert ráð fyrir styrk til aðildarfélaga vegna útbreiðslu og kynningarmála og verður það með svipuðu sniði og var vegna ársins 2023 en heildarupphæðin hefur þó lækkað í kr. 900.000.

Stjórn TSÍ kallar því eftir upplýsingum frá aðildarfélögum um þá vinnu sem lögð var í útbreiðslu og kynningarmál á árinu 2024 ásamt útlögðum kostnaði.

Einnig væri fróðlegt að heyra hvort, og þá hvernig, þessi vinna skilaði sér inn í starfsemina, m.a. í formi fjölda (fjölgun/minnkun) iðkenda.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 5. janúar 2025 og skal skilað til stjórnar Tennissambands Íslands á stjorn@tsi.is