Mótskrá Íslandsmót Innanhúss komin!

Heil og sæl þátttakendur á Íslandsmóti Innanhúss 2024!

Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um mótið sem fer fram í Tennishöllinni í Kópavogi.

Þátttakendur í  “Mini Tennis” keppni athuga að keppni verður haldin laugardaginn, 20. apríl frá kl.12.30-14

Hér er svo keppnisfyrirkomulag:
– Upphitun er 5 mínútur
– Keppt er án forskots (úrslitastig þegar staðan er 40-40)
– Einliða U10 keppir með “rauðu” boltanum á “appelsínugulu” vallastærðinni (18,3 m. x 8,23 m) og eru leikir upp í 4 lotur
– Einliða U12 / U14 / U16 / U18 / +30 / +40 / Meistaraflokk einliða (til undanúrslit) keppir upp í 9 lotur (oddalota þegar staðan er 8-8 í lotum)
– Einliða meistaraflokk undanúrslit & úrslit keppir best af þrem settum án forskots, oddalota þegar staðan er 6-6 í lotum í öllum settum
– Tvíliða- og tvenndarleik í U12 / U14 / U18 / +30 / Meistaraflokkur keppir upp í 9 lotur (oddalota þegar staðan er 8-8 í lotum)

Hér er vefslóð keppenda þar sem hægt er að fletta upp leikmönnum og keppnistímum þeirra –  https://ice.tournamentsoftware.com/tournament/092868BD-38B4-4C4F-8507-1F362C74EE23/players

Mótstöflu keppnisflokkana má finna hér – https://ice.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=092868bd-38b4-4c4f-8507-1f362c74ee23

Verðlaun eru veitt fyrir: 1., 2. og 3. sæti og þátttökuverðlaun fyrir alla í Mini Tennis og U10 & peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í meistaraflokki kvenna og karla í einliðaleik

Lokahóf verður svo á sunnudaginn í beinu framhaldi af úrslitaleikjum meistaraflokka sem hefst kl. 14.30

Við reynum að vera með beina útsendingu af eins mikið af leikjum og hægt er, vinsamlega farið inná Facebook síðu Tennissambandsins – https://www.facebook.com/tennisiceland/videos

Vinsamlega kynnið ykkur tennis-, hegðun-, og siðarreglar TSÍ á eftirfarandi vefsíðum-
www.tsi.is/log-og-reglugerdir/tennisreglur/
www.tsi.is/log-og-reglugerdir/sidareglur/
www.tsi.is/log-og-reglugerdir/hegdunarreglur-tsi/

Stundvísisreglur eru hér fyrir neðan:
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína.
Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu og uppkast
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum og uppkast
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum og uppkast
16 mínútum of seint = tapar leiknum

kveðja Mótsstjórn
Bjarki (meistaraflokk karlar), s. 780-0584 og Raj (hinir flokkarnir) s.820-0825