Styrkur vegna afreksverkefna á eigin vegum vegna ársins 2022

Í samræmi við fjárhagsáætlun TSÍ, verður sambærilegri upphæð ráðstafað til einstaklinga vegna afreksverkefna á eigin vegum á árinu 2022 og gert var vegna ársins 2021.

Styrkurinn er eingöngu hugsaður til að létta undir kostnaði vegna þátttöku í mótum erlendis.

Umsókn um styrk vegna afreksverkefna á eigin vegum skal skilað til stjórnar Tennissambands Íslands á netfangið stjorn@tsi.is

Skilafrestur umsókna er til og með miðvikudeginum 15. febrúar 2023.

 

Umsóknin skal ekki vera lengri en ein blaðsíða og innihalda eftirfarandi upplýsingar:

Nafn, kennitölu, símanúmer og heimilisfang umsækjanda.

Banka upplýsingar.

Upplýsingar um mót erlendis, sem umsækjandi tók þátt í á árinu 2022:

    • Nafn móts og styrkleiki þess
    • Staðsetning (Land og borg)
    • Tímasetning
    • Kostnaður

Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill taka fram.

Upphæð styrks sem sótt er um.

Úrvinnsla umsókna verður unnin af stjórn og niðurstaða tilkynnt umsækjendum í síðasta lagi föstudaginn 3. mars 2023.