Íslenska kvennalandsliðið fékk ekki að spila lokaumferðina í BJK Cup í Makedóníu í dag. Þær áttu að spila gegn Albaníu um 7.sætið en vegna veðurs var öllum leikjum aflýst. Þar sem flest lið áttu pantað flug heim sunnudaginn 10.júlí og engin innanhúsaðstaða í boði á keppnisstað var þetta það eina í stöðunni.
Íslenska liðið endar því í 7.-8.sæti mótsins af 14 liðum sem tóku þátt. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá íslenska liðinu og munu þær án efa hækka um nokkur sæti á ITF alþjóðalistanum.
Til hamingju stelpur!!!! 😉