Hér er samantekt frá þriggja daga dómaranámskeiðinu sem lauk þar síðusta föstudag, 13. maí.
Þátttakendur á námskeiðinu voru Garima Nitinkumar Kalugade, Hildur Eva Mills, Óliver Jökull Runólfsson, Viktor Freyr Hugason og Þorsteinn Ari Þorsteinsson. Þau eru á milli 11-15 ára gömul og eru að æfa og keppa mikið tennis.
Námskeiðið fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (bóklegt) og í Tennishöllinni í Kópavogi (verklegt). Pantað var nýjasta útgáfa af dómara kennslu efni frá Alþjóða Tennissambandinu (ITF) og fengu allir sína eigin tennis dómara möppu með tveimur skorkortum, línudómara leiðbeiningum og reglubók sem var notuð á námskeiðinu. Á fyrsta degi var farið yfir hlutverk og tegundir tennis dómara, valla- og net mælingar, stigagjöf og sýnt video efni til að vekja athygli á hinum fjölmörgu uppgjafa reglum. ITF uppfærði dómara kennslugögn í fyrra – með fleiri vídeó og myndum, og talsvert betri útskýringar þegar kemur að hlutverki línudómara og bætt við betri lýsingum um hvaða þættir skiptir mestu máli til að vera góður línudómari.
Þriðji dagurinn var verklegur og fór fram uppi í Tennishöllinni. Þátttakendur voru klæddir í tennis fötum sínum svo hægt var að skiptast á að dæma og spila. Undanfarin ár hefur það orðið algengara að dómarateymi leiksins sé einn stóldómari og einn línudómari. Sá línudómari vinnur með því að dæma einliða- og/eða tvíliðaleiks línuna sem er lengst frá stóldómaranum ásamt mið uppgjafa línunni, þannig við æfðum mest þannig. Svo var æft að dæma uppgjafalínuna og tækni sem væri ráðlegt að nota þá. Upphaflega voru þátttakendur svolítið feimnir að láta heyra í sér þegar þau voru að kalla “út” en það heyrðist mjög vel í þeim í lok námskeiðsins.
Þetta er frábær hópur af ungu tennis fólki sem er að æfa og keppa reglulega, hlakka mikið til að hjálpa þeim dæma á næsta tennismóti.
Kveðja, Raj