ÍSLANDSMÓT INNANHÚSS
21. – 24. apríl 2022
Tennishöllin í Kópavogi
Hér eru tenglar og upplýsingar fyrir Íslandsmót Innanhúss sem er að hefjast n.k. fimmtudag, 21. apríl
Hér fyrir neðan eru allar mótstöflurnar – smella á flokkinn og þá kemur allt fram fyrir þann flokk.
Keppendur geta líka fylgst með öllum sínum leikjum með því að smella hér – https://www.tournamentsoftware.com/sport/players.aspx?id=48584040-DDCB-44A6-8355-B2F2152198CD
Wilson US Open boltar verða notaðir.
Míni Tennis flokkurinn verður spilaður á laugardaginn 23. apríl kl. 12:30-14
Keppnis fyrirkomulag –
Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.
- U10 flokkur – uppi 5 lotur án forskot
- U12, U14, U16, U18, 30+, 40+, 50+, 60+, Meistaraflokkur tvíliða/tvenndar/einliða 16 manna/einliða 8 manna – uppi 9 lotur án forskot með 7-stiga oddalota þegar staðan er 8-8 í lotum
- Meistaraflokkur einliða undanúrslit / úrslit – best af þrem oddalota sett
Stundvísi reglur TSÍ –
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu; 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum; 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum; 16 mínútum of seint = tapar leiknum.
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og ágætt til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina.
Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og þátttöku verðlaun fyrir alla í Mini Tennis og U10. Peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í meistaraflokk í einliðaleik kvenna og karla
Lokahóf mótsins verður á sunnudaginn, 24. apríl, kl.17.30
Ef það vakna spurningar, vinsamlega hafa samband við mótstjóra–
Bjarki Sveinsson – Meistaraflokkar karla
s. 780-0584 / bjarkisveins95@gmail.com
Raj K. Bonifacius – Aðrir flokkar
s. 820-0825 / raj@tsi.is