“Hæhó jibbí jei” fyrsti sigur Íslands í höfn!!!!
Íslenska kvennalandsliðið vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í liðakeppni í dag (17.júní) gegn Ghana. Viðureignin fór 2-1 og endaði Ísland því í 3. sæti í D-riðli. Umspil fer fram á morgun föstudaginn 18. júní.
Anna Soffía Grönholm spilaði nr. 2 fyrir Ísland gegn Nyanyuie Grace Tomegah í fyrsta leik dagsins. Anna átti ekki sinn besta leik í dag og þurfti að lúta í lægra haldi 6-2 6-1. Uppgjöfin var því miður ekki á staðnum hjá Önnu og því ansi erfitt að komast inní leikinn.
Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr. 1 fyrir Ísland gegn Naa Shika Mckorley í annari viðureign dagsins. Sofia átti einnig í miklu basli með tvífeila í sínum leik sem gerði fyrsta settið aðeins erfiðara en það þurfti að vera. Henni tókst þó að ná fínum takti og braut niður andstæðinginn hægt og rólega og náði fram 6-3 6-1 sigri. Fínn sigur undir beltið hjá Sofiu.
Staðan því 1-1 í viðureigninni eftir einliðaleikina og tvíliðaleikurinn því látinn skera úr um sigurvegara dagsins.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Sofia Sóley Jónasdóttir og Hera Björk Brynjarsdóttir fyrir hönd Íslands gegn Nyanyuie Grace Tomegah og Naa Anyema Mckorley. Hera og Sofia áttu stórleik í dag og léku sér að andstæðingnum 6-1 6-2. Virkilega flottur tvíliðaleikur í alla staði þar sem varla var stigið feilspor af hálfu íslenska liðsins.
Fyrsti sigur Íslands á mótinu því í höfn á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga 😉
Ekki hefur enn verið dregið í umspilið á þessari stundu en næsti leikur Íslands fer fram á laugardaginn 19. júní kl.15:00 að íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með stöðunni á “livescore” á eftirfarandi tengli:
https://live.billiejeankingcup.com/en/group-overview.php/G3/W-FC-2021-G3-EPA?fbclid=IwAR3MFFJs101PKYbxLYvqXg0ierfOQiwx20MwkE6j9fI8tnJLYdByRnHMTAQ
Áfram Ísland!!!!