Námskeiðið var haldið fyrir þá sem hafa starfað sem línu- eða stóldómari áður og vantar meiri þjálfun og/eða kunnáttu sem stóldómari. Námskeiðið var haldið á þremur dögum, fyrstu tvo dagana í íþróttamiðstöðunni í Laugardal og síðasta daginn í Tennishöllinni.
Fyrsta daginn var upprifjun á starfssviði stóldómara og tenging þeirra við línudómara og yfirdómara mótsins, ásamt ábyrgðarhlutverkum þeirra. Við fórum yfir réttindi leikmanna til að biðja um álit yfirdómara varðandi spurningar tengdar tennisreglum og hvernig á að meðhöndla tímabrot og hegðunarbrot í leiknum. Farið var yfir dæmi og ákvarðarnir í flestum tennis atvikum sem eru inná heimasíðunni ( https://tennissamband.is/log-og-reglugerdir/tennisreglur/) og skoðuðum við nokkur myndbönd til að greina atvik í nokkrum tennisleikjum.
Daginn eftir forum við yfir dómara skorkort og hvernig þau eru fyllt út frá byrjun til enda og tilgangur þeirra. Skorkort eru mjög mikilvæg fyrir tennisdómara því ýmislegt getur gerst inná vellinum sem stóldómarar þurfa að svara fyrir og svo vita nákvæmlega um stöðu leiksins án þess að fá hjálp frá leikmönnum eða aðstaðendum. Við fórum saman yfir eitt sett af einum tennisleik – stig fyrir stig og stóðu allir sig mjög vel í að greina það sem gerðist. Svo tókum við þrjá mismunandi leiki í viðbót og voru allir með það rétt skrifað inná.
Til að undirbúa fyrir lokahlut námskeiðsins var farið yfir dómarahandbók þeirra sem þau fengu í ITF möppunni um hvað á að gera þegar leikmenn eru mættir inná velli og hvernig á að kynna leikinn, ásamt gátlista um þætti sem skipta máli fyrir stóldómara – tilbúinn með dómaraskorkort, að vera með málband til að mæla nethæðina og einliðaleiks stangirnar, tæki sem telur (síma, úr eða skeiðklukka), mynt fyrir uppkast, hvort þau eru að fylgjast með þeim sem hafa tapað stigi og móttakari / uppgjafari, er að fylgjast vel með uppgjöf og umhverfinu, er að kalla leikjastöðuna, hafa góða þekkingu á reglunum og heyrast vel þegar er kallað.
Lokadagurinn var haldinn uppí Tennishöllinni til að gefa nemendum tækifæri á að dæma milli ókunnugra leikmanna. Eftir upprifjun á línudómara starfinu, skiptust nemendur á að dæma leikina – einn sem stóldómari á meðan hinir voru línudómarar. Hver leikur tók um 20 mínútur og fengu allir endurgjöf um hvernig þau stóðu sig eftirá. Þau höfðu öll ágætis stjórn á leiknum, en þau yngri mættu kalla aðeins hærra þegar þau eru að dæma boltann út / tilkynna stöðu leiksins.
Þetta eru fjórir dómarar sem ég held að séu tilbúin að bera ábyrgð að dæma sem stóldómarar. Við erum búin að ræða að gott væri að dæma æfingaleiki milli móta til að halda sér í formi.
Hér eru tvær myndir sem þátttakendur hafa leyft okkar að birta.
kveðja, Raj