Fyrra af tveimur alþjóðlegum U18 tennismótum hérlendis – “ITF U18 City Park Hotel Icelandic Open”, lauk í gær. Keppt var í einliða- og tvíliðaleik á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum Reykjavík.
Fimm íslenskir krakkar ásamt áttatíu öðrum krökkum frá tuttugu og tveimur mismunandi löndum tóku þátt í mótinu.
Björgvin Atli Júlíusson stóð sig vel á móti Max Bakken frá Noregi en tapaði 6-3, 6-3. Brynjar Sanne Engilbertsson keppti við Matthias Uwe Kask frá Kanada og hafði Matthias betur, 6-2, 6-1. Huga Sanchez frá Frakklandi vann Eliot Robertet, 6-0, 6-0. Rodrigo Deleu fra Portugal vann Tómas Andra Ólafsson 6-1, 6-0. Sofia Sóley Jónasdóttir átti góðan leik við Maria Luna Meneguzzo en tapaði síðasta settið, 6-3, 2-6, 6-0. Í tvíliðaleik keppti Björgvin Atli og Brynjar Sanne saman á móti Derin Acaroglu og Elbert Barr frá Bretlandi. Strákarnir áttu leikbolti í seinna setti oddalotunnar en töpuðu, 6-7, 7-6, 10-8.
Luis Francisco frá Mallorca vann á móti Jan Koupil í úrslitaleik strákanna í einliðaleik 1-6, 6-2, 6-3. Marie Weckerle frá Luxembourg vann stelpuflokkinn á móti Martina Smolenova, Slovakiu, 6-1, 0-6, 6-2. Í tvíliðaleik unnu Alexandr Kolijev og Victor Sklenka, Tékklandi, leikinn á móti Damien Laporte, Seychelle eyjum, og Nicholas Kanazirev, Austuríki, 7-6, 6-4. Í stelpuflokk unnu Freia Lawrence, Bretlandi og Francina Puig Llompart, Spáni, á móti Charly Egger, Austuríki og Dari Sakhanova, Rússlandi, 6-3, 6-2.
Fleiri urslit frá mótinu er hægt að finna á https://www.itftennis.com/
Næsta alþjóða unglingamótið – “ITF U18 Capital Inn Reykjavik Open”, hefst í dag á Víkingsvöllum. Sofia Soley byrjar í dag á móti Natacha Schou frá Danmörku; Björgvin Atli á móti Raz Haviv frá Ísrael og Brynjar Sanne á móti Luca Teboul frá Serbiu. Tvíliðakeppni hefst á morgun.
Tennissamband Íslands