Vel heppnuð heimsókn frá Vitor Cabral, Þróunarstjóra fyrir Evrópu hjá Alþjóða Tennissambandinu ITF (International Tennis Federation) dagana 13-15. júní 2018.
Í síðustu viku kom Þróunarstjóri ITF í Evrópu, Vitor Cabral, í heimsókn til Tennissambands Íslands. Ísland er það land innan Tennis Europe sem fjærst er meginlandinu og hefur aðeins þrjá innanhúss tennisvelli. Það er mikil áskorun við uppbyggingu nýrra afreksleikmanna. Þrátt fyrir þetta hefur landið öfluga tenniskennslu fyrir alla og mikil áhersla á kennslu barna og ungmenna.
Markmið Þróunarstjórans var að funda með helstu íþróttastofnunum landsins, borg og stjórnvöldum til að einbeita sér að því að búa til fleiri tennisvelli innandyra, sem verður aðalmarkmið Alþjóðatennissambandsins ITF, Tennis Europe og Tennissambands Íslands TSÍ, á næstu árum, auk þess að halda áfram að styðja við ungmennaáætlanirnar og aðrar áætlanir um þátttöku sem Ísland hefur tekið á sig.
Tennissamfélagið á Íslandi fær kærkomið tækifæri til að sjá bestu tennisspilara unglingastigs í Evrópu í viðburði eftir um tvær vikur, þegar U14 og U16 Tennis Europe Junior Tour Reykjavík Open byrjar 2. júlí næstkomandi.