Ísland hefur keppni í Fed Cup í Túnis

“Stelpurnar okkar” spiluðu sinn fyrsta leik í dag (þriðjudaginn 17. apríl 2018) í Fed Cup í Túnis gegn feikisterku liði Litháen sem er hæst rankada liðið á mótinu og góðar líkur á að þær standi uppi sem sigurvegarar mótsins.

Þær Litháensku voru því miður einu númeri of stórar fyrir okkar Íslensku stelpur og unnu okkur 3-0 í viðureignum. Sofia Sóley Jónasdóttir tapaði 6-2 6-0 gegn Paulina Bakaite í nr. 2 einliðaleiknum. Anna Soffia Grönholm spilaði nr. 1 einliðaleikinn gegn Joana Eidukonyte sem er nr. 962 á heimslistanum og tapadi 6-1 6-0. Í tvíliðaleik töpudu Anna og Sofia 6-2 6-1 gegn Paulina Bakaite og Gerda Zykute. Ekki auðveld fyrsta viðureign fyrir Íslenska liðið en mótið er þó rétt að byrja.

Næsti leikur Íslands verður gegn Makedóníu á fimmtudaginn.

 

Jón-Axel Jónsson
Yfirþjálfari TFK, TFG & BH