Úthlutun afreksstyrks TSÍ vegna verkefna á eigin vegum

Samþykkt var á Ársþingi TSÍ að hækka kostnaðarliðinn um afreksmál og styrki um kr. 300.000  til að styrkja afreksspilara sem stefna á verkefni á eigin vegum árið 2016.

 

Auglýst var eftir styrkjum í gegnum heimasíðu TSÍ og barst sambandinu þrjár umsóknir.

Umsækjendur voru með mismunandi markmið sem öll voru vel skipulögð og metnaðarfull.

Ákveðið var að veita öllum umsækjendum jafnan styrk og fær því hver umsækjandi kr. 100.000.

 

TSÍ óskar þessum flottu afreksspilurum góðs gengis í komandi verkefnum.

 

 

Anna Soffía Grönholm   

Anna Soffía stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og er að hefja sitt annað ár þar. Hún æfir með Tennisfélagi Kópavogs og á farsælan feril í Stórmótum og Íslandsmótum hér á landi.  Hún ferðast talsvert á mót erlendis og hefur verið að sýna góðan árangur. Anna Soffía stefnir á að verða fyrsta íslenska tennisstúlkan til að komast inn á heimslista alþjóða tennissambandsins (ITF) 18 ára og yngri.

 

Anna Soffía fór tók þátt í tveimur mótum í sumar og hyggst taka þátt í tveimur mótum í haust.

FBT Int. Junior Challenge 2016, grade 4, Odense Danmörk. Júní

ITF Århus 2016, grade 5, Aarhus Danmörk. Júní

MTV Total Junior Cup 2016, grade 4, Vierumaki Finnland. Október

TATS Open 2016, grade 4, Tampere Finnland. Október

 

Birkir Gunnarsson

Birkir keppir fyrir háskólann Auburn Montgomery í Alabama þar sem hann stundar nám. Hann er á sínu þriðja ári að spila í háskóladeildinni í Bandaríkjunum en fyrsta árið spilaði hann fyrir Graceland University í Iowa.  Hann á marga sigra í ferli sínum og var nýverið  útnefndur tennisleikari vikunnar í NAIA bandarísku tennisdeildinni.

 

Birkir mun taka þátt í nokkrum mótum innan Bandaríkjanna í haust.

Southern States Regionals háskólamót, New Orleans, Louisiana, október.

Auburn University Fall Open háskólamót, Auburn, nóvember.

Warhawk’s Invitational háskólamót, Montgomery, Alabama, október.

Opin klúbbamót í Miami, Florida, nóvember.

 

Rafn Kumar Bonifacius

Rafn Kumar er útskrifaður úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla og stefnir nú af miklum krafti að atvinnumennsku í tennis.  Hann æfir með Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur og á stórglæsilegan feril að baki hér á landi. Markmið hans er að verða meðal efstu leikmanna á heimslistanum og ferðast hann talsvert til að taka þátt í mótum sem styðja við þetta markmið.

 

Rafn Kumar hefur tekið þátt í nokkrum mótum það sem af er árinu og stefnir hann á nokkur mót í viðbót í haust.

Serbia F7 Futures – NIS. September

Serbia F8 Futures – SOKOBANJA. September

Portugal F11 Futures – OLIVEIRA DE AZEMEIS. Október

Portugal F12 Futures – PORTO. Október