Ísland spilaði seinni leik sinn í riðlinum í dag á móti Litháen og tapaði 3-0. Litháen er talið sterkasta liðið á mótinu og ljóst fyrir leik að þær yrðu erfiðar viðureignar en þrjár af fjórum leikmönnum Litháens eru á heimslistanum.
Hera Björk Brynjarsdóttir sem spilar númer 3 fyrir Ísland keppti á móti leikmanni númer 2,Akvile Parazinskaite, hjá Litháen sem er númer 807 í heiminum í einliðaleik og 879 í tvíliðaleik. Hera Björk spilaði vel en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur og hún tapaði 6-0 og 6-1.
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem spilar númer 2 fyrir Ísland keppti á móti leikmanni númer 1,Lina Stanciute, hjá Litháen sem er númer 579 í heiminum í einliðaleik. Hjördís Rósa átti góðan leik en yfirburðir litháensku stelpunnar voru of miklir sem sigraði 6-1 og 6-0.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Hera Björk og Hjördís Rósa á móti leikmönnum númer 1 og 2 hjá Litháen, Akvile Parazinskaite og Linu Stanciute. Þær litháensku sigruðu örugglega 6-0 og 6-0.
Á morgun verður spilaður síðasti leikur í riðlinum þar sem Litháen og Kýpur keppa um hvort liðið verður efst í riðlinum. Ísland verður í fríi á morgun og mun svo spila um 9.-13.sætið.