
Hjördís Rósa og Anna Soffia kepptu í úrslitaleik kvenna
Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er annað árið í röð sem þau eru Íslandsmeistarar innanhúss
Í úrslitaleik karla mættust Rafn Kumar og Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs. Rafn Kumar hafði betur og sigraði 6-1 og 6-3. Rafn Kumar varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla ásamt föður sínum Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings.

F.v. Vladimir Ristic, Steinunn Garðarsdóttir dómari og Rafn Kumar Bonifacius
Í úrslitaleik kvenna mættust Anna Soffia og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Anna Soffia sigraði Hjördísi Rósu í hörkuleik sem fór í þrjú sett 6-2, 3-6 og 6-3.
Hvorki var keppt í tvíliðaleik kvenna né tvenndarleik í meistaraflokki.
Íslandsmótinu lýkur í dag með nokkrum leikjum og keppni í mini tennis. Verðlaunaafhending verður á morgun, þriðjudaginn 28.apríl kl 18:30 í Tennishöllinni í Kópavogi.
Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.