Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í Tennishöllinni Kópavogi í þriðja sinn.
Hópur nemenda úr Klettaskóla var sérstaklega boðið í morgun í tilefni dagsins og honum varið í þeirra þágu með alls kyns skemmtun. Ungmenni úr fremstu röðum íþróttarinnar leiðbeindu nemendum og leiddu leiki með þeim ásamt starfsmönnum skólans. Í lokin voru pizza og gos í boði Tennissambandsins, sem að auki gaf Klettaskóla gjafir, nýstárleg leiktæki og konfekt.
Umfjöllun og myndir frá deginum má einnig sjá inn á klettaskoli.is og worldtennisday.com