Á morgun, þriðjudaginn 10.mars, er Alþjóðlegi tennisdagurinn, Special Olympics European Tennis Day. Þetta er þriðja árið í röð sem Alþjóðlegi tennidagurinn er haldinn. Viðburðurinn er haldinn af Evrópu tennissambandinu (Tennis Europe) og er í samstarfi við Special Olympic í ár. Markmið viðburðarins er að efla tengsl íþróttarinnar við einstaklinga með andlega og/eða líkamlega fötlun og kynna fyrir þeim skemmtilega hreyfingu sem þjálfar samhæfingu, samvinnu og hreyfigetu.
Miðpunktur dagsins verður tennissýning í New York þar semmeðal annars Roger Federer mun etja kappi við hina rísandi stjörnu Grigor Dimitrov. Í kvennaflokki munu gömlu tenniskempurnar Monica Seles og Gabriela Sabatini mætast.
Í tilefni dagsins mun Tennissamband Íslands bjóða nemendum Klettaskóla í Tennishöllina í Kópavogi þar sem ungmenni úr unglingalandsliði Íslands munu sína færni sína og leika tennis með nemendum frá klukkan 09:30 – 11:30. Ungmennin spila stórann þátt í deginum með þátttöku sinni og eru mikilvæg fyrirmynd. Í gegnum sýningu, leik og kennslu munu þau auka þekkingu fatlaðra einstaklinga á mikilvægi reglulegrar hreyfingu auk þess sem fyrri ár sína að þau eru miklir gleðigjafar. Á meðan á þessum atburði stendur verður boðið upp á veitingar og fjölmiðlum er boðið á svæðið.