Leikið til úrslita í meistaramótinu á laugardaginn

Undanúrslitalaleikjum í meistaramóti TSÍ lauk í gær. Í karlaflokki komust feðgarnir Rafn Kumar Bonifacius og Raj K. Bonifacius áfram og munu mætast í úrslitum. Ljóst er að nýr meistari verður krýndur í karlaflokki þar sem meistari síðustu tveggja ára, Birkir Gunnarsson, gat ekki verið með að þessu sinni vegna meiðsla. Í kvennaflokki höfðu Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Hera Björk Brynjarsdóttir betur gegn sínum andstæðingum og muna mætast í úrslitaleiknum. Hjördís Rósa hefur titil að verja þar sem hún hefur unnið meistaramótið síðastliðin tvö ár.

Úrslit undanúrslitaleikjanna má sjá hér fyrir neðan:

Karlaflokkur – undanúrslit
Raj K. Bonifacius – Magnús Gunnarsson 6-4 6-4
Rafn Kumar Bonifacius – Vladimir Ristic 6-4 6-1
Kvennaflokkur-undanúrslit
Anna Soffía Grönholm – Hera Björk Brynjarsdóttir 6-4 6-7 1-6
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir – Sofia Sóley Jónasdóttir 6-0 6-2

Á laugardagskvöldið 10. janúar kl 18:30 verður leikið um 3ja sætið og úrslitaleikirnir strax eftir. Kl 18:30 hefst tennishóf með léttum veitingum og verðlaunaafhending að leikjum loknum.

Veislan er fyrir alla sem áhuga hafa á tennis á Íslandi.

Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta enda er þetta öflugt mót og mikið gaman!

Sjá atburðinn á facebook hér.