
Frá vinstri: Magnús Gunnarsson 3.sæti, Raj K. Bonifacius 2.sæti, Rafn Kumar Bonifacius 1.sæti
Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar fögnuðu sigri í karla- og kvennaflokki á Meistaramóti Tennissambands Íslands sem lauk í gærkveldi.

Frá vinstri; Hjördís Rósa Guðmundsdóttir 1.sæti, Hera Björk Brynjarsdóttir 2.sæti, Anna Soffia Grönholm 1.sæti
Í þriðja sæti í karlaflokki var Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs. Hann sigraði Vladimir Ristic, sem er einnig úr Tennisfélagi Kópavogs, í hörkuleik um þriðja sætið 3-6 7-5 6-3. Anna Soffia Grönholm varð í þriðja sæti í kvennaflokki með því að sigra Sofiu Sóley Jónasdóttur 6-4 6-1 í leiknum um þriðja sætið.