Jóla- og Bikarmót TSÍ og Tennishallarinnar lauk í gær með hörkuspennandi úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna.
Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisfélagi Fjölnis sigraði Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Hera Björk vann fyrsta settið 6-4 en þá kom Hjördís Rósa sterk tilbaka og vann næsta sett 6-4 þannig að það þurfti oddasett til að knýja fram úrslit. Þriðja settið var hnífjafnt og fór í oddalotu sem Hera Björk sigraði 7-6(3). Í þriðja sæti varð Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs.
Rafn Kumar Bonifacius úr Mjúk- og Hafnarboltafélagi Reykjavíkur lék til úrslita í meistaraflokki karla og hafði þar betur gegn Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs í hörkuleik. Rafn Kumar sigraði Vladimir í þremur settum 2-6 6-2 og 6-2. Í þriðja sæti varð Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs.
Rafn Kumar varð einnig bikarmeistari í tvíliðleik í meistaraflokki ásamt föður sínum Raj K. Bonifacius. Þeir sigruðu bræðurna Kjartan og Hjalta Pálssyni í úrslitaleik 6-0 og 6-0.
Öll úrslit í meistaraflokki og öðlingaflokkum má sjá með því að smella hér og í barna- og unglingaflokkum hér fyrir neðan: