Anna Soffia og Raj sigruðu á 3.Stórmóti TSÍ

F.v. Fjölnir Pálsson 2.sæti og Raj K. Bonifacius 1.sæti

Þriðja Stórmót vetrarins á vegum Tennissambands Íslands lauk í gær í Tennishöllinni í Kópavogi. Í meistaraflokki kvenna komst hin fimmtán ára Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs lengst í mótinu. Hin bráðefnilega Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs sem er einungis 11 ára, var í öðru sæti og  Hekla María Jamila Oliver, 14 ára  úr Tennisfélagi Kópavogs í þriðja sæti í kvennaflokki. Í meistaraflokki karla hafði Raj K. Bonifacius betur á móti Fjölni Pálssyni, báðir úr Tennisdeild Víkings, 6-1 og 6-3 í úrslitaleiknum,  Í þriðja sæti karla var Davíð Ármann Eyþórsson úr Tennisfélagi Garðabæjar.

Mörg börn og unglingar tóku þátt í mótinu en 95% af keppendum voru undir tvítugu. Það er því greinilega mikil endurnýjun í tennisíþróttinni.

Önnur úrslit í mótinu eru:

Flokk Sæti Nafn Félag
Mini Tennis 10 ára og yngri 1 Berglind Fjölnisdóttir Tennisdeild Fjölnis
2 Guðmundur Hrafn Geirsson Tennisdeild Víkings
3 Victoria Rán Garðarsdóttir Tennisfélag Kópavogs
Mini Tennis 11-12 ára 1 Tómas Andri Ólafsson Tennisfélag Garðabær
2 Tristan Máni Sigtryggsson Tennisfélag Kópavogs
3 Högni Sæberg Hjörvarsson Tennisfélag Kópavogs
Börn 10 ára og yngri 1 Sebastian Frybarger Tennisfélag Kópavogs
2 Ásta María Armesto Nuevo Tennisfélag Kópavogs
3 Bryndís Rósa Armesto Nuevo Tennisfélag Kópavogs
Stelpur 12 ára og yngri 1 Georgina Athena Erlendsdóttir Tennisdeild Víkings
2 Hanna Álfheiður Gunnarsdóttir Tennisfélag Garðabær
3 Victoria Rán Garðarsdóttir Tennisfélag Garðabær
Stelpur 14 ára og yngri 1 Sofia Sóley Jónasdóttir Tennisfélag Kópavogs
2 Sara Lind Þorkellsdóttir Tennisdeild Víkings
3 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir Tennisfélag Kópavogs
Strákar 14 ára og yngri 1 Elmar Beckers Tennisfélag Garðabær
2 Brynjar S. Engilbertsson Badmintonfélag Hafnarfjörður
3 Valtýr Páll Stefánsson Tennisfélag Garðabær
Stelpur 16 ára og yngri 1 Anna Soffia Grönholm Tennisfélag Kópavogs
2 Sofia Sóley Jónasdóttir Tennisfélag Kópavogs
3 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir Tennisfélag Kópavogs
Strákar 16 ára og yngri 1 Sigurjón Ágústsson Tennisfélag Kópavogs
2 Brynjar S. Engilbertsson Badmintonfélag Hafnarfjörður
3 Sebastían Sigurðarson Tennisfélag Kópavogs
Meistaraflokk Karla- ITN 1 Raj K. Bonifacius Tennisdeild Víkings
2 Fjölnir Pálsson Tennisdeild Víkings
3 Davíð Ármann Eyþórsson Tennisfélag Garðabær
Meistaraflokk Kvenna – ITN 1 Anna Soffia Grönholm Tennisfélag Kópavogs
2 Sofia Sóley Jónasdóttir Tennisfélag Kópavogs
3 Hekla María Jamila Oliver Tennisfélag Kópavogs