Landsliðsmenn mættust í úrslitum á HEAD mótinu

Frá hægri: Hinrik, Raj og nýjasti dómari TSÍ, Gunnar Pétur Daðason sem dæmdi leikinn

Hinrik Helgason (TFK) og Raj K. Bonifacius (Víking) kepptu á móti hvor öðrum í úrslitaleik á HEAD mótinu í gær á Víkingsvöllum í Fossvogi. Þetta er í annað skiptið sem þeir mætast í sumar, en þeir mættust líka í undanúrslitaleik á Víkingmótinu 15.júní síðastliðinn en þá sigraði Raj 6-3, 6-3.

Í gær var leikurinn mun jafnari – hnífjafnt uppí 5-5 í fyrsta setti. Raj náði svo yfirhöndinni og sigraði fyrsta settið 7-5 og annað settið 6-3.

Sumarmótaröð Víkings endaði með HEAD mótinu og er Hinrik í 4.sæti með 110 stig og Raj í 2.sæti með 245 stig. Næsta stigamót verður Íslandsmót Utanhúss sem fer fram 11.-17.ágúst.