5 leikja æfingamót 5.-9.ágúst

5 leikja æfingamót verður haldið á TFK völlum í Kópavogi 5.-9.ágúst.

Tilgangur:
Mótið er upphitunarmót fyrir Íslandsmótið í tennis sem haldið verður í vikunni á eftir og gefur leikmönnum tækifæri til að komast í gott keppnisform fyrir Íslandsmótið.

Fyrirkomulag:
Fyrirkomulagið er þannig að allir keppendur í mótinu keppa einn leik á dag frá og með þriðjudeginum 5.ágúst og til og með 9.ágúst. Keppendur munu keppa við þá sem eru næstir þeim á ITN listanum.

Sigurvegarar:
Þeir sem vinna flesta leiki sigra mótið.

Verðlaun:
Í boði verða flott verðlaun fyrir 1.-3. sæti.

Þátttökugjald:
3500 kr fyrir fullorðna. Frítt er fyrir þá sem eru með sumarkort.
2500 kr fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri.

Vinsamlegast skráið ykkur í mótið með því að fylla inn í formið hér fyrir neðan. ATHUGIÐ að mikilvægt er að skoða lista yfir skráða keppendur eftir að búið er að skrá sig til að vera viss um að skráning hafi tekist.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.