Dómaranámskeið TSÍ 16.-19.júní

Dómaranámskeiðið er fyrir alla fædd árið 2000 og fyrr sem áhuga hafa á að rifja upp tennisreglurnar og læra að dæma – bæði sem línudómari og/eða stóldómari. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða ásamt prófi (með hjálpargögnum) í lokin.

Kennslan fer fram í Tennisklúbb Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík.

  • Mánudaginn, 16.júní kl. 18 – 20 (Bóklegt)
  • Þriðjudaginn, 17.júní FRÍ
  • Miðvikudaginn, 18.júni kl. 18 – 20 (Inná velli)
  • Fimmtudaginn, 19.júní kl.18 – 21 (Inná velli og próf með hjálpargögnum)

Námskeiðið stendur öllum til boða og er að kostnaðarlausu.

Skráning í síma 820-0825 og á netfangið raj@tennis.is

Kennari námskeiðsins er ITF dómarinn, Raj K. Bonifacius.