
Hinrik spilaði sinn fyrsta einliðaleik á Davis Cup í dag
Ísland spilaði seinni leik sinn í riðlinum á móti Svartfjallalandi á Davis Cup í dag og laut í lægra haldi 3-0.
Í fyrsta leiknum spilaði Raj K. Bonifacius á móti leikmanni númer 2, Igor Saveljic. Raj tapaði leiknum 6-1 og 6-2.
Í seinni einliðaleiknum spilaði Hinrik Helgason sinn fyrsta einliðaleik á Davis Cup á móti Ljubomir Celebic sem er númer 1263 í heiminum. Hinrik laut í lægra haldi 6-1 og 6-0 fyrir sterkum andstæðingi sínum.

Hinrik og Magnús spiluðu tvíliðaleikinn fyrir Ísland á móti Svartfjallalandi
Í tvíliðaleiknum spiluðu Magnús og Hinrik á móti Ljubor Celebic og Pavle Rogan. Svartfjallaland voru sterkari aðilinn í leiknum og sigruðu örugglega 6-0 og 6-1.
Ísland endaði því í neðsta sæti í sínum riðli og spilar um 9.-12.sæti á móti Armeníu á morgun.