Frábær árangur íslensku keppendanna á Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri

Íslensku keppendurnir frá vinstri. Hekla M.J.Oliver, Gunnar Eiríksson, Anton J. Magnússon og Melkorka I. Pálsdóttir

Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri lauk þann 22.mars síðastliðinn í Antalya, Tyrklandi. Keppnin samanstóð af tveimur mótum, þar sem keppt er um hvert sæti í báðum mótunum. Eftirfarandi löndum er boðið að senda tvær stelpur og tvo stráka til að keppa fyrir þeirra hönd: Armenía, Albanía, Azerbaijan, Hvíta-Rússland, Bosnía-Herzegovina, Búlgaría, Kýpur, Eistland, Georgía, Ísland, Lettland, Litháen, Makedónía, Malta, Úkraína, Moldavía, Svartfjallaland, Tyrkland. Keppt var í bæði einliða- og tvíliðaleik.

Krakkarnir okkar stóðu sig öll frábærlega yfir heildina, og án efa besti árangur íslenska liðsins frá því mótaröðin var stofnuð fyrir 18 árum síðan. Gríðarlegt magn af leikjum voru spilaðir, og þessi mikla reynsla sem okkar leikmenn fengu er mjög sjaldan hægt að öðlast á tveimur vikum sem gerir þessa mótaröð svo einstaka. Baráttuandinn var frábær í Íslenska liðinu þar sem barist var fyrir hverju stigi í hverjum einasta leik, og ekkert gefið eftir gegn stóru þjóðunum. Krakkarnir stóðu sig öll eins og hetjur og eiga mikið hrós skilið. Árangur Antons J. Magnússonar, sem búsettur er á Spáni, stendur þó uppúr þar sem hann sigraði nokkra leikmenn sem rankaðir eru hærra en top 40 í Evrópu á leið sinni í úrslit á fyrra mótinu og undanúrslit á seinna mótinu. Hann endaði þar með í 2.sæti í mótaröðinni í heildina sem verður að teljast alveg hreint ótrúlegur árangur og án efa langbesti árangur Íslendinga í sögu keppninnar.

Opnunarhátíð Þróunarmóts U14

Eftir mótið öðluðust íslensku keppendurnir eftirfarandi „ranking“ í Evrópu:

Anton nr.144 (fyrir mótið var hann í kringum 300)

Gunnar nr.399 (ekkert ranking fyrir mótið)

Hekla nr.458 (ekkert ranking fyrir mótið)

Melkorka nr.458 (ekkert ranking fyrir mótið)

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mótið á heimasíðu Tennis Europe.

Eftirfarandi eru öll úrslit  íslensku keppendanna:ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu.

Íslenska 14 ára og yngri landsliðiði ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Axeli Jónssyni

Úrslit okkar spilara frá viku 1

Anton J. Magnússon – Einliðaleikur
Umferð 1: Sigur vs Theodoros, Sofroniu(133) Kýpur 6-1 6-3
Umferð 2: Sigur vs Andrej Andreevski(241) Makedónia 6-2 6-2
Umferð 3: Sigur vs Nikolodz Davlianidze(17) Georgía 6-2 6-3

Umferð 4: Sigur vs Annei Laska(144) Hvíta Rússland 6-1 6-4

Umferð 5: Tap vs Daniils Batmanovs(23) 3-6 6-0 6-0

Gunnar Eiríksson – Einliðaleikur

Umferð 1: Tap vs Daniils Batmanovs(23) Lettland 6-0 6-0

Umferð 2: Tap vs Vasilii Dontu(120) Moldavía 6-0 6-1

Umferð 3: Sigur vs Liam Delicata(399) Malta 6-3 3-6 6-1

Umferð 4: Sigur vs Rasul Gojayev(343) Azerbadsjan 6-1 3-6 6-3

Umferð 5: Sigur vs Elshan Abbasli(398) Azerbadjsan 7-5 6-4

Tvíliðaleikur – Anton & Gunnar
Umferð 1: Tap vs Hvíta Rússland, Artsiom Bardzin(36) & Annei Laska(144) 6-4 2-6 2-10

Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir – Einliðaleikur
Umferð 1: Tap vs Anthoula Panagiotou(434) Kýpur 6-1 6-0

Umferð 2: Bye

Umferð 3: Tap vs Iveta Daujotaite(134) Lettland 6-0 6-1

Umferð 4: Tap vs Brunilda Mrruku(434) Albanía 0-6 6-4 6-4

Umferð 5: Tap vs Tatevik Jalatyan(458) Armenía 6-1 6-1

Hekla María Jamila Oliver – Einliðaleikur

Umferð 1: Tap vs Darija Krzovska(94) Makedónía 6-1 6-0

Umferð 2: Tap vs Alisa Gaivoronskyte(263) Litháen 6-1 6-2

Umferð 3: Bye

Umferð 4: Tap vs Edisa Hot(430) Svartfjallaland 6-2 6-1

Umferð 5: Tap vs Anja Draskovic(458) Svartfjallaland 6-0 6-0

Tvíliðaleikur – Melkorka & Hekla
Umferð 1: Tap vs Moldavía, Sanda Cotorobai(350) & Vitalia Stamat(91), 6-1 6-1

Úrslit frá viku 2

Anton J. Magnússon – Einliðaleikur

Umferð 1: Sigur vs Teodors Pukshe(109) Lettland, 6-2 6-3

Ukmferð 2: Sigur vs Gevorg Bayatian(276) Armenía, 6-0 6-1

Umferð 3: Sigur vs Artsiom Bardzin(36) Hvíta Rússland 6-3 6-2

Umferð 4: Tap vs Nikolodz Davlianidze(17) Georgía 6-3 6-2

Umferð 5: Tap vs Daniils Batmanovs(23) 7-6(4) 6-2

Gunnar Eiríksson – Einliðaleikur

Umferð 1: Tap vs Zura Tkemaladze(49) Georgía, 6-1 6-2

Umferð 2: Bye, Mihail Kuseski(163) Makedónía, leikur gefinn

Umferð 3: Tap vs Ulas Boran Ulusoy(222) Tyrkland 6-1 6-2

Umferð 4: Sigur vs Liam Delicata(399) Malta 6-4 7-5

Umferð 5: Tap vs Teodors Pukshe(109) Lettland 6-1 6-2

Tvíliðaleikur – Anton & Gunnar

Umferð 1: Sigur vs Albanía, Rajan Dushi & Henri Llapa 6-2 6-1

Umferð 2: Tap vs Georgía, Zura Tkemaladze(49) & Nikolodz Davlianidze(17) 7-6(3) 6-0

Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir – Einliðaleikur

Umferð 1: Tap vs Brunilda Mrruku(434) Albanía, 6-1 6-0

Umferð 2: Tap vs Edisa Hot(430) Svartfjallaland 6-0 6-3

Umferð 3: Sigur vs Tatevik Jalatyan(458) Armenía 6-2 4-6 6-3

Umferð 4: Bye

Umferð 5: Tap vs Fidana Khalilzada(152) Azerbadsjan 6-0 6-0

Hekla María Jamila Oliver – Einliðaleikur

Umferð 1: Tap vs Karina Dudko(221)

Umferð 2: Bye

Umferð 3: Tap vs Marina Davtyan(355) Armenía 6-1 6-0

Umferð 4: Tap vs Laura Tomic(259) Bosnía 6-0 6-1

Umferð 5: Tap vs Anthoula Panagiotou(434) Kýpur 6-2 6-0

Tvíliðaleikur – Melkorka & Hekla
Umferð 1: Tap vs Kýpur, Eleni Louka(404) & Anthoula Panagiotou(434) 6-0 6-2