Tap gegn sterku liði Noregs í fyrsta leik

Rafn Kumar spilaði sinn fyrsta leik bæði í einliða- og tvíliðaleik á Davis Cup í gær

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í gær en töpuðu 3-0 gegn sterku liði Noregs.

Birkir Gunnarsson spilaði á móti Stian Boretti og byrjaði leikinn mjög vel. Lenti undir 3-2 og þurfti að vinna eitt stig til að jafna í 3-3 en norðmaðurinn var sterkur og sigraði 6-2 og 6-1.

Rafn Kumar Bonifacius spilaði á móti Joachim Bjarke og tapaði 6-1 og 6-0. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Rafn Kumars á Davis Cup.

Í tvíliðaleik spiluðu feðgarnir Rafn Kumar og Raj K. Bonifacius á móti Stian Boretti og Joachim Bjerke. Þetta er í fyrsta sinn sem fegðar keppa saman í tvíliðaleik á Davis Cup fyrir Íslands hönd. Raj og Rafn byrjuðu vel og voru komnir í 4-2 en þá tóku norðmennirnir við sér og sigruðu 6-4 og 6-2.

Feðgarnir Raj og Rafn Kumar brutu blað í sögu Íslands á Davis Cup í gær þegar feðgar spiluðu í fyrsta sinn saman


Ísland spilar við Möltu í dag upp á 2.sætið í riðlinum en Noregur sigraði Möltu sannfærandi 3-0 í fyrradag.