Hjördís Rósa tapaði í sínum fyrsta landsleik á Smáþjóðaleikunum

 Í dag fór fram annar keppnisdagur á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, sem er aðeins 14 ára gömul, spilaði sinn fyrsta landsleik í kvennaflokki á Smáþjóðaleikunum. Hún keppti á móti Kathink Von Deichmann sem vermir 494 sæti á heimslistanum. Hjördís Rósa spilaði vel en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur fyrir hana og því laut hún í lægra haldi 6-0 og 6-0. Hjördís Rósa er þar með úr leik í einliðaleik.

Á morgun spila Birkir og Rafn Kumar í fyrstu umferð í tvíliðaleik karla á móti Kýpur. Hjördís Rósa og Iris keppa einnig í fyrstu umferð tvíliðaleik kvenna á móti Möltu.