Raj sigraði LUXILON mótið

Fjórða mótið, LUXILON mótið, í sumarmótaröð Víkings kláraðist síðastliðinn fimmtudag. Þá mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleik mótsins. Raj sigraði son sinn Rafn Kumar 6-2 og 6-2 og hefur þar með unnið öll fjögur mótin í sumarmótaröð Víkings.

Í þriðja sæti var Sverrri Bartolozzi úr Tennisdeild UMFÁ. Hann sigraði Hinrik Helgason úr Tennisfélagi Kópavogs í þremur settum 3-6, 6-1 og 6-4.

Í B-keppninni sigraði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.

Fimmta og jafnframt síðasta mótið, VÍKINGS mótið, hefst á morgun 9.júlí.  Hægt er að nálgast mótskrá hér.