Tennismót Þróttar og Fjölnis verdur haldið helgina 27.-29. júlí á tennisvöllum Þróttar í Laugardalnum.
Mótið er öllum opið og keppt verður í flokkum ungra sem aldinna, en flokkar sameinaðir ef þurfa þykir:
- Börn og unglingar (10, 12, 14, 16 og 18 ára & yngri) 1.000 kr.
- Meistaraflokkur 2.000 kr.
- Öðlingaflokkar (30+, 40+ og 60+) 2.000 kr.
- Tvíliðaleikur (allir saman) 1.000 kr.
Almennt munu flokkar skiptast upp í A og B keppni eftir fyrsta leik.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 24. júlí og sendist á netfangið: tennismot@gmail.com
Mótsstjóri er Steinunn Garðarsdóttir en sérlegur aðstoðamaður er hinn góðkunni Bragi L Hauksson.
Vinsamlegast athugið breytt netfang hér fyrir ofan. Fyrra netfangið steinunn76@hotmail.com var óvirkt þannig að allar skráningar sem voru sendar þangað munu ekki berast mótstjóra. Allir þeir sem voru nú þegar búnir að skrá sig eru vinsamlegst beðnir um að gera það aftur með því að senda á tennismot@gmail.com