Feðgar mættust annað mótið í röð í úrslitaleik ITN TOURNAGRIP mótsins

Þriðja mótið, TOURNAGRIP ITN mótið, í sumarmótaröð Víkings kláraðist síðastliðinn fimmtudag. Þá mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleik mótsins. Raj sigraði son sinn Rafn Kumar 6-1 og 6-2. Með sigrinum færðist Raj upp í efsta sæti á stigalista TSÍ. Stigalisti karla má sjá hér.

Í þriðja sæti var Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar en hún fékk gefins leikinn um þriðja sætið á móti Sverri Bartolozzi UMFÁ. Hjördís Rósa er langefst á stigalista kvenna sem má sjá hér.

Í B-keppninni sigraði Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.