Hinrik hefur æft og keppt fyrir þýskt tennislið í sumar

Hinrik endaði í 3 sæti í 18 ára flokki á meistaramóti Pfalz í 18 ára flokki og meistaraflokki í maí sl. en hann er 16 ára gamall

Hinrik Helgason leikmaður TFK og landsliðs Íslands í tennis hefur æft og keppt með Tennisfélaginu í Bad Dürkheim í Pfalz í Þýskalandi í sumar og tekið þátt í mótum fyrir félagið í maí og júní sem er keppnistímabilið á leirundirlagi í Þýskalandi.

Hann hefur spilað sem fyrsti leikmaður af 4 leikmönnum í 18 ára flokki og fyrsti leikmaður af 6 leikmönnum í liði 2 í meistaraflokki félagsins. 18 ára liðið endaði í 4. sæti í sinni deild, sem er efsta deild í Pfalz með 6 liðum. Lið 2 í meistaraflokki endaði í 3 sæti í sinni deild en 8 lið kepptu í þeirri deild.

Hinrik keppti einnig á meistaramóti Pfalz í 18 ára flokki og meistaraflokki í maí sl. Hann endaði í 3 sæti í 18 ára flokki á því móti en hann er 16 ára gamall. Keppnistímabilinu í Þýskalandi á leir er nú lokið.

Pfalz er er eitt ríkja Þýskalands með um 1,4 milljónir íbúa og ríka Tennishefð enda er félagið sem Hinrik keppti fyrir stofnað 1903.

Hinrik og liðsfélagi hans í landsliði Íslands í tennis Rafn Kumar Bonifacius undirbúa sig nú af kappi fyrir Junior Davis Cup í 18 ára flokki sem fram fer í Slóvakíu í byrjun ágúst. Þar er Ísland í riðli með sterkum þjóðum eins og Spáni, Bretlandi, Bosníu Hersegóveníu, Úkraínu, Hollandi og Slóvakíu. Spennandi verður að fylgjast með þeim félögum þar.