Birkir og Hjördís Rósa sigruðu á 2.Stórmóti TSÍ

Sigurvegarar í 12 ára og yngri. Hekla María Oliver (2.sæti) og Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir (1.sæti)

2.Stórmóti TSÍ lauk síðastliðinn mánudag með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna í ITN Styrkleikaflokki. Í meistaraflokki karla mættust Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleiknum. Birkir sigraði örugglega 6-2 og 6-2. Í leiknum um þriðja sætið spiluðu Magnús Gunnarsson og Jón Axel Jónsson báðir úr Tennisfélagi Kópavogs. Jón Axel vann fyrsta settið 6-1, annað settið var hnífjafnt en Magnús vann það 7-6 en þá þurfti Jón Axel að gefa leikinn.

Í meistaraflokki kvenna mættust Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitaleiknum. Hjördís Rósa hafði betur og sigraði 6-1 og 7-6.

Í 12 ára og yngri strákar og stelpur sigraði Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir.
Í 10 ára og yngri strákar og stelpur sigraði Arna Sólrún Heimisdóttir.

Öll önnur úrslit má sjá hér.