Sverrir náði góðum árangri á Ítalíu

Sverrir Bartolozzi ásamt andstæðingum sínum á Ítalíu

Sverrir Bartolozzi fór til Ítalíu í júní þar sem hann stundaði æfingar og tók þátt í tveimur mótum með góðum árangri.

Fyrsta mótið var í Recanati “TTK Warriors Tour 2011” þar  sigraðir Sverrir í 14 ára yngri og komst í úrslit í 16 ára yngri þar sem hann tapaði úrslitaleiknum. Seinna mótið sem hann tók þátt í var í Macerata “Nike Junior Tour 2011”. Þar tók hann þátt í 14 ára yngri og komst í undanúrslit og tapaði naumlega 4-6 6-3 7-5.